Bestu brauðbollur í heimi

mbl.is/Sunna Gautadóttir

Ef þið viljið baka algjörlega skothelt brauð sem er súper einfalt og fáránlega gott á bragðið, þá mæli ég með þessum dýrindisbollum. Þessar eru langbestar þegar þær eru nýkomnar úr ofninum. Algjört dúndur!

Bestu brauðbollur í heimi

Um það bil 8-10 sjúkheit

  • ½ msk. þurrger
  • ½ bolli volgt vatn
  • ½ bolli volg mjólk
  • 1/3 bolli sykur
  • 115 g bráðið smjör (plús 10-20 g í viðbót til að pensla með)
  • 4 eggjarauður
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 1 tsk. sjávarsalt
  • 3-3 1/4 bolli hveiti

Aðferð:

Blandið geri, vatni, mjólk og sykri saman í skál og látið bíða í 3-5 mínútur.

Blandið síðan smjöri, eggjarauðum vanilludropum og salti vel saman við gerblönduna og þeytið létt.

Bætið því næst 3 bollum af hveiti saman við og blandið vel með höndunum eða sleif. Deigið á að vera pínulítið klístrað, en ef það er of klístrað er gott að bæta restinni af hveitinu við. En athugið – því minna hveiti, því betra!

Hyljið skálina með hreinu viskastykki og leyfið deiginu að hefast á hlýjum stað í 1½-2 klukkustundir, eða þar til það hefur tvöfaldast í stærð. Eftir það má annaðhvort búa til brauð eða hafið deigið inni í ísskáp yfir nótt.

Hnoðið deigið og búið til þykka renninga úr því í höndunum. Snúið upp á renningana og búið þannig til bollur, felið báða enda undir bollunum. Raðið á ofnplötu og penslið létt með smjöri. Hyljið aftur með viskastykki og leyfið bollunum að hefast aftur í um 45 mínútur.

Hitið ofninn á meðan í 180°C. Stingið bollunum inn í ofn eftir þessi þrjú korter og bakið í 12-18 mínútur, allt eftir stærð bollanna. Ég geri mínar bollur alltaf í stærri kantinum og fæ því 8-10 bollur úr þessari uppskrift.

Ef þið viljið gera bollurnar sætari er um að gera að sáldra smá flórsykri yfir þær. Þær verða líka extra fallegar þannig!

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert