Sláðu í gegn og gerðu þitt eigið fuglafóður

Smáfuglarnir elska hnetur og ber.
Smáfuglarnir elska hnetur og ber. mbl.is/Ditte

Það getur verið afslappandi að horfa út um gluggann og gleyma sér í amstri dagsins  sjá litla gogga flögra um garðinn, þá oftar en ekki í leit að mat. Hér er uppskrift að ótrúlega góðu fuglafóðri sem mann langar helst sjálfan til að gæða sér á.

Fuglafóður

  • haframjöl
  • sólblómafræ
  • hirsi
  • sesamfræ
  • rúsínur eða önnur þurrkuð ber
  • hampfræ
  • jarðhnetur
  • heslihnetur
  • kókosolía

Aðferð:

  1. Blandið öllum þurrefnunum saman. Það skiptir í raun ekki máli hversu mikið er af hverju og einu hráefni, meira hvað er til í skúffunum hverju sinni.
  2. Setjið kókosolíu út í  en kókosolían heldur þurrefnunum vel saman úti í kuldanum.
  3. Rúllið litlar kúlur og geymið í kæli eða frysti. Eins má búa til krúttleg form úr blöndunni, festa band í og hengja upp í tré.
mbl.is/Ditte
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert