Bollu spagettí með kirsuberjatómötum og fersku basil

mbl.is/Linda Ben

Ég rakst á þessa uppskrift hjá Lindu Ben og varð strax forvitin enda finnst mér grænmetisfæði alveg einstaklega frábært fyrirbæri. Nú fyrir þá sem eru ekki tilbúnir í slíkt er einfaldlega hægt að skipta grænmetisbollunum út fyrir hinar klassísku IKEA kjötbollur (sem allir ættu alltaf að eiga í frysti) eða jafnvel kjúklingabita.

Sama hvað þú notar þá er þetta einföld og góð uppskrift sem allir ættu að vera sólgnir í.

Grænmetisbollu spagettí með kirsuberjatómötum og fersku basil

  • 250 g spagettí
  • ¼ laukur, smátt skorinn
  • 5-7 sveppir
  • 3 litlir hvítlauksgeirar eða 2 venjulegir
  • 250 g kirsuberjatómatar
  • 500 ml tilbúin pastasósa sem þér finnst best
  • oreganó
  • salt og pipar
  • 1 poki VegoBullar frá Anamma
  • ferskt basil

Aðferð:

  1. Setjið vatn í pott og hitið að suðu, setjið salt og ólífu olíu í pottinn og svo spagettíið, sjóðið samkvæmt leiðbeiningum.
  2. Skerið laukinn smátt og sveppina, steikið létt á pönnu upp úr ólífuolíu.
  3. Bætið svo frosnu bollunum á pönnuna og steikið áfram.
  4. Setjið sósuna á pönnuna, mér finnst gott að bæta við smá oreganó, salti og pipar.
  5. Bætið spagettíinu út á pönnuna og smá af pastavatni ef ykkur finnst vanta meiri sósu.
  6. Skreytið með fersku basil.
mbl.is/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert