Ómótstæðileg pítsa sem eldhússtjörnurnar elska

mbl.is/Svava Gunnarsdóttir

Þessi pítsa er hreint ótrúlega spennandi enda má segja að tvær rokkstjörnur í eldhúsinu sameinist í henni. Hér erum við annars vegar að tala um Svövu Gunnars á Ljúfmeti og lekkerheitum og hins vegar hina einu sönnu Pioneer Woman en Svava segir að innblásturinn sé þaðan komin. 

Það er því ljóst að enginn má láta þessa snilld fram hjá sér fara. 

Pizza með fíkjusultu, hráskinku, ruccola og parmesan

  • pizzabotn (keyptur eða heimabakaður, uppskrift hér)
  • 1/2 bolli fíkjusulta
  • maldonsalt
  • um 350 g ferskur mozzarella, skorinn í þunnar sneiðar
  • um 225 g hráskinka
  • um 350 g ruccola
  • parmesan

Hitið ofn í 250° og setjið ofnplötu í neðstu grind.

Fletjið pizzadegið út og smyrjið fíkjusultunni yfir. Stráið smá maldonsalti yfir sultuna.

Leggið mozzarellasneiðar yfir og bakið pizzuna í 12-15 mínútur, eða þar til botninn er orðinn stökkur og osturinn bráðnaður. Setjið hráskinkuna strax yfir heita pizzuna og leggið síðan vel af ruccola yfir hráskinkuna. Endið á að strá parmesanosti yfir.

mbl.is/Svava Gunnarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert