Þetta er eitthvað sem allir verða að prófa. Pönnukökurnar eiga ættir að rekja til Svíþjóðar en Svíar eru eins og flestir vita afar hrifnir af slíku fæði. Það er Svava Gunnars á Ljúfmeti og lekkerheit sem á heiðurinn að þessari uppskrift og útfærslu.
Matarblogg Svövu er hægt að nálgast HÉR.
Pönnukökurúlla með skinku- og ostafyllingu (uppskrift fyrir 6)
Deig:
Fylling:
Yfir:
Hitið ofn í 200°. Bræðið smjör í potti. Hrærið hveiti og mjólk saman við smjörið og hitið þar til deigið losnar frá könntum pottarins (hrærið reglulega í pottinum). Takið pottinn af hitanum og hrærið einu eggi í einu saman við deigið með handþeytara. Setjið deigið í ofnskúffu sem hefur verið klædd með bökunarpappír og bakið í neðri hluta ofnsins í um 20 mínútur. Þegar pönnukakan er tilbúin er best að hvolfa henni á nýjan bökunarpappír og taka bökunarpappírinn sem pönnukakan bakaðist á af. Látið pönnukökuna kólna.
Fylling: Bræðið smjörið í potti. Hrærið hveiti saman við. Bætið mjólk smátt og smátt saman við og hrærið stöðugt í pottinum á meðan. Bætið rjóma í pottinn og látið sjóða við vægan hita í um 5 mínútur. Bætið basiliku, skinku og osti í pottinn. Skerið tómatana í tvennt og hrærið þeim saman við fyllinguna. Smakkið til með salti og pipar.
Dreifið fyllingunni yfir pönnukökuna og rúllið henni upp frá langhliðinni. Setjið pönnukökuna á bökunarpappír með sárið niður. Stráið rifnum osti yfir og bakið í 10 mínútur. Berið pönnukökuna fram heita.