Heimagerður snaps og þú slærð í gegn

Þetta snaps smakkast mun betur en keypt út í búð.
Þetta snaps smakkast mun betur en keypt út í búð. mbl.is/Tia Borgsmidt

Þessa uppskrift tekur tíma að gera en er langt um betri en allt annað snaps sem þú hefur smakkað. En það er ekki eins og snaps sé bara drukkið einu sinni á ári, og því er þetta alveg upplagt að gera og eiga til þegar góða gesti ber að garði.

Heimagert snaps

  • 2 lime
  • Stór krukka með loki
  • 4 myntustöngla
  • 1 msk hunang
  • 1 flaska af vodka, 70 cl

Aðferð:

  1. Skolið lime og skerið í báta. Setjið lime í stóra krukku ásamt myntunni og hunanginu.
  2. Fyllið upp með vodka og lokið krukkunni. Látið krukkuna standa á myrkrum stað í 2 mánuði.
  3. Hellið blöndunni í gegnum kaffifilter til að sía úr og geymið í aðra 2 mánuði inn í skáp.
  4. Ef þér finnst snapsið vera of sterkt þá bætir þú bara aðeins meiri vodka út í eða örlítið af hunangi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert