Klísturkaka með ólöglegu magni af karamellu

mbl.is/GRGS.is

Ef þetta er ekki kaka sem nauðsynlegt er að prófa þá veit ég ekki hvað. Þessi kaka er í miklu uppáhaldi hjá Berglindi Guðmunds sem alla jafna er snillingurinn á bak við Gulur, rauður, grænn og salt. Kakan kemur úr bókinni hennar sem kom út um síðustu jól og þótti frábær. 

Matarblogg Berglindar er hægt að nálgast HÉR.

KLADDKAKA MEÐ KARAMELLU
Fyrir 6-8
Tími 45 mín.

  • 200 g smjör
  • 3 egg
  • 4 dl sykur
  • 2 dl hveiti
  • 1 dl kakó

Karamella

  • 3 dl rjómi
  • 1,5 dl ljóst sýróp
  • 50 g smjör

Aðferð:

  1. Bræðið smjörið og kælið lítillega.
  2. Hrærið eggjum og sykri vel saman þar til blandan er orðin létt og ljós.
  3. Bætið þá kakói og hveiti saman við. Hrærið smjörinu að lokum saman við.
  4. Smyrjið bökunarform (24 cm). Hellið deiginu í formið og bakið í 175°C heitum ofni í 30 mínútur. Kælið.
  5. Setjið öll hráefnin fyrir karamelluna saman í pott. Sjóðið saman í 5 mínútur eða þar til sósan er farin að þykkna.
  6. Hellið karamellusósunni yfir kökuna, magn eftir smekk. Berið fram með ís og/eða rjóma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert