Sykur er ekki bara í sætabrauð, hann má nota á marga vegu.
mbl.is/Isabellas
Sykur er til á nær öllum heimilum og flest reynum við eftir megni að borða sem minnst af honum. Hann getur hins vegar reynst mun gagnlegri en þig grunaði.
- Næst þegar þú kaupir helgarvöndinn prófaðu þá að hræra 3 tsk. af sykri saman við 2 msk. af ediki og heitt vatn og leyfðu blómunum að standa þar í smá stund áður en hann fer í vasa. Sykurinn nærir stönglana, edikið stoppar óþarfa bakteríur og vöndurinn mun lifa lengur.
- Einn sykurmoli í kökudósina mun halda smákökunum eða öðru góðgæti lengur fersku – alveg þess virði að prófa það.
- Grasgrænku í fötum eftir léttan leik utandyra getur verið erfitt að tækla. Næst skaltu blanda saman sykri og heitu vatni þar til blandan verður þykk og leggðu á blettinn. Leyfðu blöndunni að liggja í 2 tíma og skelltu svo í þvottavélina.