Lax sem er snar-bannaður börnum

mbl.is/eatRVK

Uppskriftir sem sagðar eru trylla eru yfirleitt eitthvað sem vert er að skoða nánar og það á svo sannarlega við í þessu tilfelli. Hér er marineringin tekin á næsta stig og alls ekki við hæfi barna.

Það eru meistararnir á eatRVK - nánar tiltekið Linda Björk sem á þessa uppskrift en hún segist svo heppin að eiga nokkra veiðimenn í fjölskyldunni sem séu gjarnir á að færa henni góðgæti.

Trylltur lax

Lax er ofurfæða sem er holl og góð. Þessi uppskrift er í miklu uppáhaldi og slær alltaf í gegn, einnig hjá þeim sem hafa ekki verið hrifnir af lax áður. Það er eitthvað við samsetninguna sem fær bragðlaukana til að dansa af gleði. Það má alveg nota annan fisk fyrir þessa marineringu ef erfitt er að fá góðan lax. Gott er að sjóða marineringuna niður og gera úr henni sósu, hvort sem er soðsósu eða skella smá rjóma saman við.

  • 6 msk púðursykur
  • 6 msk bourbon vín
  • 4 msk soja sósa
  • 3 msk saxað engifer
  • 2 msk safi af límónu
  • 1 hvítlaukur saxaður smátt
  • 1/2 tsk malaður svartur pipar
  • 1 búnt kóríander saxað, 1/2 fer í marineringuna og afgangur yfir í lokin (má sleppa)
  • 1 vænn lax eða um 700- 800 gr, beinhreinsaður
  • 2-3 vorlaukar saxaðir
  • 2 msk sesamfræ sem búið er að rista

Leiðbeiningar

  1. Setjið fyrstu átta hráefnin hér fyrir ofan í skál og blandið vel saman, setjið svo fiskinn í fat og hellið leginum yfir, setjið plastfilmu og leyfið fiskinum að marinerast í um 1 1/2 - 2 tíma í ísskáp.
  2. Takið laxinn úr marineringunni og setjið í álbakka sem búið er að pensla með smá olíu og grillið, eða steikið á pönnu með skinnið niður. Passið að elda ekki fiskinn of lengi, við eldum hann í 10 - 15 mínútur samtals.
  3. Takið marineringuna og setjið í pott, sjóðið hana aðeins niður og berið fram með fiskinum
  4. Skreytið fiskinn svo með sesamfræjum, vorlauk og rest af kóríander
  5. Með þessum rétti er gott að borða cous cous, nýjar kartöflur og gott salat
mbl.is/eatRVK
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert