Hrekkjavökukakan 2018

Þessi skilti eru alveg geggjuð en þau eru gerð í …
Þessi skilti eru alveg geggjuð en þau eru gerð í Hlutprenti. mbl.is/Berglind Hreiðars

Það fer að bresta á með hrekkjavöku en eins og meðvitaðir foreldrar vita þá eru nákvæmlega 29 dagar til stefnu (á mínu heimili hefur verið talið niður í 336 daga). Flestir frambærilegir heimilisbakarar taka af því tilefni fram hrærivélina og skella í eina girnilega köku. Ekki er verra að mæta með svona sérmerkta og fína eins og hér má sjá en það er Berglind Hreiðars á Gotteri.is sem fer hér hamförum af sinni alkunnu snilld. 

Þessi kaka ætti að slá í gegn á hverju heimili enda fátt betra en hryllileg kaka. 

Gotteri og gersemar er hægt að nálgast HÉR.

Berglind hefur eins og frægt er orðið haldið framúrskarandi námskeið í kökugerð en næsta námskeiðalota er að hefjast og hver að verða síðastur til að skrá sig.

Hrekkjavökukakan 2018

Hér er á ferðinni Betty Crocker Devils food cake mix með súkkulaðismjörkremi á milli laga. Ég skipti deiginu í þrjú 15 cm kökuform og setti vel af súkkulaðikremi á milli botna.

Síðan notaði ég Betty Vanilla frosting, 2 dósir með um 200 gr. af flórsykri blandað saman við til að grunnhjúpa fyrst með hvítu og síðan hjúpa aftur með hvítu og setja smá svart og appelsínugult með sem ég dró síðan saman við hvíta litinn með spaða.

Ég tók smá af hvíta kreminu og litaði svo tvær dósir eiga að duga ykkur í verkið.

Ég hef aldrei áður gert svart ganaché en ég notaði 100 gr. af svörtu Candy Melts (fæst í Allt í köku) og 60 ml af rjóma.

Rjóminn er hitaður að suðu og hellt yfir saxað súkkulaðið og síðan hrært í með gaffli/písk þar til vel blandað.

Oft þarf blandan aðeins að fá að kólna og þykkna áður en henni er smurt yfir og látin leka niður hliðarnar en varist þó að bíða of lengi því þá lekur hún illa niður.

Gott er að leyfa súkkulaðibráðinni aðeins að taka sig áður en kökuskrauti er stráð yfir og kökuskilti er stungið í hana en skiltið var gert í Hlutprenti.

Hreinræktuð hryllingskaka.
Hreinræktuð hryllingskaka. mbl.is/Berglind Hreiðars
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert