Ertu með frystinn fullan af ÓFH?

Það er mjög gott ráð að merkja poka og ílát …
Það er mjög gott ráð að merkja poka og ílát með innihaldi og dagsetningu áður en það fer í frysti. mbl.is/Jamie Oliver

Við erum eflaust öll „sek“ um að setja allt of mikinn mat í frysti, þá í geymslu sem endar í gleymsku. Sumir eru góðir í að taka frystinn reglulega í gegn og borða allt sem í honum finnst á meðan það eina sem fer hratt úr frystikistu annarra eru frostpinnar og beyglur, annað gleymist. Og þá kemur upp hugsunin ÓFH (Óþekktur-Frosinn-Hlutur) og við byrjum að hugsa með okkur hvenær og hvernig þetta endaði í frystinum. Hér eru nokkur atriði hvað mat og frysti varðar: 

  1. Ekki frysta gamlan mat. Ástæðan fyrir frysti er sú að halda matnum ferskum.
  2. Merktu pokana eða ílátin með innihaldi og dagsetningu. Það mun auðvelda allt.  
  3. Verið viss um að pokar eða önnur ílát séu vel lokuð áður en þú setur inn í frysti því annars er hætta á að frost setjist á matinn.
  4. Passið að pakka hæfilegum skammtastærðum í frysti, þannig að þú sért ekki að taka út t.d. nautahakk fyrir átta manns og láta þiðna þegar þig vantar bara í skammt fyrir fjóra.
  5. Ef þú ert ekki viss hversu lengi ákveðin matvæli hafa legið í frysti – hentu þeim þá. Það er ekki þess virði að taka neina sénsa hvað það varðar.  
Gleymdur matur í frysti er algengt „vandamál“ á mörgum heimilum.
Gleymdur matur í frysti er algengt „vandamál“ á mörgum heimilum. mbl.is/Shutterstock
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert