Sláðu í gegn í næsta matarboði

Borðmerkingar með ferskri rósmarín munu vekja lukku í næsta matarboði.
Borðmerkingar með ferskri rósmarín munu vekja lukku í næsta matarboði. mbl.is/SpoonForkBacon

Viltu koma á óvart í næsta matarboði með einföldustu borðaskipan þar sem rósmarín leikur aðalhlutverkið? Þá ertu að fara gera þetta – lítil kort með nafni gestanna og ilmandi rósmarín stöngli (væri líka fallegt að nota eucalyptus greinar). Eina sem þarf til er rósmarín, pappír, gatara og servíettur. Það má vel útfæra þessa hugmynd á hátíðsdögum eins og jólunum, þá með greni eða berjagreinum.

  • Klipptu rósmarín stönglana jafn langa, þannig að þeir passi á spjöldin.
  • Prentaðu út nöfn gestanna á blað eða handskrifaðu. Letrið á myndunum heitir „Hello I like you“ og má finna hér.
  • Því næst er að gata spjöldin. Passið að gera götin ekki of nálægt brúninni og að nafnið falli ekki fyrir aftan rósmarín greinarnar.
  • Fallegt er að nota tauservíettur en allar servíettur duga til. Brjótið þær jafnvel með litlum vasa þar sem stinga má miðanum niður.
Hreinsið rósmarín stönglana á báðum endum til að koma betur …
Hreinsið rósmarín stönglana á báðum endum til að koma betur fyrir inn í götunum. mbl.is/SpoonForkBacon
mbl.is/SpoonForkBacon
Nú mun enginn vera í vafa hvar hann eigi að …
Nú mun enginn vera í vafa hvar hann eigi að sitja til borðs. mbl.is/SpoonForkBacon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka