Granatepli eða pomegranate er einn af þeim ávöxtum sem maður þarf alveg að setja sig í stellingar til að opna. Safinn á það til að spýtast í allar áttir svo það liggur við að svuntan sé ómissandi í þessa aðgerð. Ávöxtinn má flokka sem súperfæðu því í honum er meira af andoxunarefnum en nokkrum öðrum ávöxtum, hann heldur húðinni unglegri, ver hjartað og styrkir beinin.
Byrjið á því að skera „blómið“ úr.
mbl.is/Parker Feierbach
Skerið frá toppi og niður eftir ávextinum og passið að skera ekki of djúpt því annars missir þú allan safann út.
mbl.is/Parker Feierbach
Takið granateplið varlega í sundur og fjarlægið hvern bát eins og með appelsínur.
mbl.is/Parker Feierbach
Núna er leikur einn að fjarlægja litlu sætu belgina úr eplinu og setja í skál.
mbl.is/Parker Feierbach
Og þá er það besti hlutinn af ferlinu – borða og njóta!
mbl.is/Parker Feierbach