Einfalt kjúklingapasta sem börnin elska

mbl.is/Berglind Guðmundsdóttir

Þessi uppskrift er í senn afskaplega auðveld og barnvæn. Rétturinn er eldaður á einni pönnu og gæti ekki verið betur til þess fallinn að gæða sér á við kvöldverðarborðið í faðmi fjölskyldunnar. 

Það er Berglind Guðmunds sem á heiðurinn að þessari uppskrift sem hún segir að sé fullkomin sakir þess hversu barnvæn og bragðgóð hún sé. 

Matarblogg Berglindar Gulur, rauður, grænn og salt er hægt að nálgast HÉR.

Barnvænt kjúlingapasta

  • 2 kjúklingabringur, skornar í bita
  • 1 rauðlaukur, saxaður
  • 5-7 stk. sveppir, sneiddir (má sleppa)
  • 1 paprika, skorin í teninga
  • 2-3 hvítlauksrif, söxuð
  • 1 dós 10% sýrður rjómi
  • 3 msk. tómatpúrra
  • 1,5 dl vatn
  • 1 msk. Oscars-kjúklingakraftur
  • 2 tsk. karrí
  • 300 g pasta
  • salt og pipar

Aðferð: 

  1. Eldið pastað eftir leiðbeiningum á pakkningu.
  2. Hitið olíu á pönnu og steikið kjúklinginn lítillega. Bætið þá rauðlauk, sveppum og papriku út á pönnuna og steikið saman í nokkrar mínútur.
  3. Setjið tómatpúrru út á pönnuna og blandið vel saman. Bætið þá sýrða rjómanum, vatni, kjúklingakrafti, hvítlauk og karrí saman við og látið malla á pönnunni í nokkrar mínútur. Bætið pasta saman við.
  4. Smakkið til með salti og pipar og berið fram með salati.
mbl.is/Berglind Guðmundsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka