Hversu lengi geymist matur í ísskáp?

Hversu lengi geymist opinn pakki af nautahakki?
Hversu lengi geymist opinn pakki af nautahakki? mbl.is/Shutterstock

Hvar værum við án afganga? Og hversu oft finnum við eitthvað aftast í ísskápnum sem við könnumst ekkert við. Ýmislegt sem við opnum, notum bara helminginn af og ætlum að geyma til morguns, nema sá morgunn leit síðan aldrei dagsins ljós hvað það varðar. Það er alltaf ráðlegt að henda mat ef þú manst ekki hvað hann er búinn að vera lengi opinn inni í ísskáp, þá sérstaklega ef um kjötvörur og fisk er að ræða – en hér eru nokkur atriði hvað þetta varðar.

1 til 2 dagar í ísskáp

  • Nautahakk
  • Sósur og kjötsoð
  • Rækjur og kræklingar
  • Ostrur

3-4 dagar í ísskáp

  • Skinkusneiðar
  • Eldað kjöt og pottréttir
  • Eldaður kjúklingur
  • Pizza
  • Eldaður fiskur

5 dagar í ísskáp

  • Ýmis kjötálegg
  • Elduð skinka
  • Ferskar kjötsneiðar, kótelettur og roast beef
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert