Lambakórónur með bestu rauðvínssósu í heimi

mbl.is/Eva Laufey

Ef einhver kann að elda þá er það Eva Laufey  sem fullyrðir að þetta sé besta rauðvínssósa í heimi. Það er því hverrar mínútu virði að prófa þessa sósu og ekki spillir fyrir sjálf lambakórónan sem klikkar aldrei og parmesankartöflumúsin ásamt rótargrænmetinu.

Matarblogg Evu Laufeyjar er hægt að nálgast HÉR.

Lambakórónur

  • 1,5 kg lambakórónur
  • salt og pipar  
  • olía
  • smjör

Aðferð:

  • Forhitið ofninn í 180°C.
  • Hitið olíu á pönnu, kryddið kjötið með salti og pipar. 
  • Brúnið kjötið á öllum hliðum, setjið smjör út á pönnuna og hellið duglega af smjöri yfir kjötið.
  • Setjið kjötið í eldfast mót og inn í ofn við 180°C í 15-20 mínútur.

Parmesankartöflumús

  • 800 g bökunarkartöflur
  • 100 g sellerírót
  • 1 dl rjómi
  • 60 g smjör
  • 50 g rifinn parmesanostur
  • salt og pipar, magn eftir smekk

Aðferð:

  1. Afhýðið kartöflur og sellerírót, sjóðið í vel söltu vatni þar til hvort tveggja er orðið mjúkt.
  2. Hellið vatninu af og bætið rjóma, smjöri og nýrifnum parmesanosti saman við og stappið með kartöflustöppu þar til þið náið þeirri áferð sem þið kjósið.
  3. Bragðbætið með salti og pipar.

Rauðvínssósa

  • Ólífuolía
  • 1 laukur
  • 2 gulrætur
  • 5 sveppir
  • 1 stk anísstjarna
  • 8 piparkorn
  • 4 dl nautasoð
  • 3 dl rauðvín
  • 1/3 dl sojasósa
  • 100 g smjör

Aðferð:

  1. Skerið lauk, sveppi og  gulrætur í litla bita, steikið upp úr olíu í smástund.
  2. Bætið anísstjörnu, piparkornum, rauðvíni, nautasoði og sojasósu út í pottinn og sjóðið þar til það eru ca 2 dl eftir og takið soðið af hitanum, sigtið sósuna og bætið því næst smjörinu saman við í nokkrum pörtum.
  3. Berið sósuna strax fram!
mbl.is/Eva Laufey
mbl.is/Eva Laufey
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert