Brauðréttur sem stelur alltaf senunni

mbl.is/Maria Gomez

Stundum rekumst við á uppskriftir sem eru þess eðlist að þær verður að prófa. Þessi brauðréttur er í þessum flokki en höfundur uppskriftarinnar, María Gomez, segir að það sé ekki nokkur leið að sannfæra fólk um ágæti þessa réttar - það verði hreinlega að smakka hann.

Sjálf segir María:

„Það sem er svo frábært við þetta er að bragðið er svo gott og kemur alltaf á óvart. Ég eiginlega kann ekki einu sinni að lýsa því hvernig þetta smakkast á annan hátt en frábærlega, og slær þetta alltaf í gegn í öllum veislum hjá mér.

Þetta er engu líkt sem ég hef smakkað áður og því get ég ekki gefið ykkur hint. Þið bara verðið að prófa þetta sjálf og sjá að ég er ekki að skrökva því hversu gott þetta er.“

Matarblogg Maríu Paz.is er hægt að nálgast HÉR.

Brauðréttur sem stelur alltaf senunni

  • 1 pakki frosin baguettebrauð frá La Baguette (fást í frystinum í Bónus, Fjarðarkaup og Hagkaup), ekki nota venjuleg úr bakaríi
  • 1 lítil dós majones
  • 1 dós sýrður rjómi með graslauk (þessi í grænu dósunum)
  • 2 epli
  • 1/3 gúrka
  • 1 bréf spægipylsa
  • 1/2 rauð paprika
  • 1/2 græn paprika
  • 1/2 rauðlauk
  • papríkuduft

Aðferð:

  1. Affrystið brauðið í umbúðunum.
  2. Skrælið eplin.
  3. Hrærið saman majones og sýrðan rjóma í stórri skál.
  4. Skerið eplin niður í bita (svona ferninga).
  5. Saxið restina af grænmetinu og spægipylsuna smátt.
  6. Hrærið svo öllu saman við majonesblönduna.
  7. Kljúfið brauðið í tvennt eins og hamborgarabrauð og setjið fyllinguna á milli.
  8. Spreyið á brauðin vatni úr úðabrúsa og stráið smá papríkukryddi yfir þau.
  9. Bakið á 200°C í 15-20 mín eða þar til brauðin eru orðin gullinbrún og fyllingin orðin heit.
mbl.is/Maria Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert