Hér er á ferðinni uppskrift að kjötsúpu sem er það sem við köllum á fagmáli algjörlega „skotheld“. Það þýðir að það eru hverfandi líkur á að þú klúðrir uppskriftinni en þessi uppskrift kemur frá Sirrý í Salti – eldhúsi og ef einhver ætti að kunna að galdra fram góða kjötsúpu þá er það hún.
Heimasíðu Salts – eldhúss er hægt að nálgast HÉR.
Alvörukjötsúpa sem allir ráða við
Aðferð:
Setjið vatnið í pott til suðu. Setjið kjötið út í og látið suðuna koma upp. Fleytið froðuna, sem kemur upp þegar kjötið sýður, ofan af. Bætið salti, lauk, súpujurtum, grjónum eða byggi, hvítkáli og gulrótum út í og sjóðið í 40 mín. Bætið þá gulrófum og kartöflum út í og sjóðið áfram í 20 mín. Smakkið til með súpukrafti og nýmöluðum pipar, hægt er að fá mjög góðan lambakraft í betri stórmörkuðum.
Þessi uppskrift er bara rammi því einfalt er að breyta innihaldi eftir því hvað er til í kæliskápnum. Blaðlaukur, sellerí, sellerírófa og steinseljurót gefa gott bragð í kjötsúpu og upplagt að bæta í ef það er til. Magn af grænmeti er líka bara tillaga og auðvelt að breyta eftir hvað er til og eftir smekk, mér finnst til dæmis gott að hafa mikinn lauk.
Gott er að saxa hvítlauk og setja út í síðustu mínúturnar ásamt steinselju og basillaufum sem gera gott bragð, en þá er maður kominn aðeins lengra frá gömlu góðu kjötsúpunni sem amma mín gerði. Mjög gott er að frysta kjötsúpu og þá er upplagt að taka kjötið af beinunum og skera gróft út í súpuna. Sleppið þó kartöflunum því þær verða mjölkenndar og leiðinlegar í upphitun eftir að hafa frosið.
Mér finnst súpan betri ef svolítið af lambafitunni er sett með, kjötið verður mýkra en það er bara smekksatriði.