Mexíkóborgari með avocado og chilimæjó

mbl.is/TheFoodClub

Við erum ekkert hætt að grilla þó að hitatölurnar hafi lækkað. Hamborgarar eru vinsælir á hverju heimili og falla seint úr gildi. Hér erum við að tala um borgara þar sem buffin sjálf eru full af alls kyns hráefnum sem kitla bragðlaukana.

Mexíkóborgari með avocado og chilimæjó (fyrir 4)

Buff

  • 1 lítill rauðlaukur
  • 2 msk. jalapenjó úr krukku
  • 100 g svartar baunir, eldaðar
  • 100 g maískorn
  • 2 tsk. broddkúmen
  • Salt og pipar
  • 250 g nautahakk

Annað

  • 2 avocado
  • 2 stórir tómatar
  • 4-8 salatblöð
  • 4-6 msk. mæjónes
  • 1 msk. chili-sósa
  • 4 hamborgarabrauð

Aðferð:

  1. Setjið lauk, jalapenjó, baunir, maís, broddkúmen, salt og pipar í matvinnsluvél og blandið öllu gróflega saman. Blandið því næst við nautahakkið og mótið í 4 stór buff. Grillið buffin í sirka 4-5 mínútur á hvorri hlið, eða þar til steikt í gegn.
  2. Skerið avocado í þunnar skífur. Skerið tómatana í þunnar skífur og skolið salatblöðin vel. Hrærið mæjónesinu saman við chilisósuna – smakkið til og bætið við eftir eigin smekk. Hitið brauðin á grillinu.
  3. Setjið hamborgarana saman með avocado-skífum, tómatskífum, salatblöðum, mæjó-blöndu og jafnvel tómatsósu og kóríander – eða því sem hugurinn girnist. 
Það jafnast fátt á við grillaðan hamborgara með chilimæjó.
Það jafnast fátt á við grillaðan hamborgara með chilimæjó. mbl.is/TheFoodClub
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert