Það er Maria Gomez á Paz.is sem á heiðurinn að henni en matarbloggið hennar er hægt að nálgast HÉR.
Sætkartöflusúpa með beikoni og fetaosti
- Stór sæt kartafla (800-900 gr.) skorin langsum í tvennt með hýðinu á
- 2 tsk. góð ólífuolía (ég notaði Cirio Extra Virgin en finnst hún best)
- 1/2 gulur laukur smátt skorin
- 2 hvítlauksgeirar marðir (lemja með hníf á þá til að opna)
- 1/2 tsk. chili-duft
- 1/2 tsk. gróft salt
- 1/4 tsk. cumin (athugið ekki kúmen eins og fer í brauð)
- 1/4 tsk. kanill
- 1 tsk. Hvítlaukskryddblanda frá Bezt á flest
- 900-1000 ml soðið vatn (eftir hvaða þykkt þið viljið)
- 2-3 kjúklingateningar
Til að toppa með:
- Lítið bréf af beikon
- Fetakubbur
- Kryddjurtir að eigin vali
Aðferð:
- Setjið sætu kartöflurnar með sárið niður á matardisk og hellið 1/2 bolla af vatni yfir.
- Þekið vel með plastfilmu og setjið í örbylgjuofn á hæsta styrk í 15 mínútur.
- Leyfið að kólna meðan laukur er skorinn og hvítlaukur marinn.
- Setjið svo olíuna í súpupott yfir miðlungshita og skellið lauk og hvítlauk út á í 2 mínútur, eða þar til orðnir mjúkir (passið að brúna ekki né brenna).
- Setjið 2-3 kjúklingateninga í 900-1.000 ml af soðnu vatni og leyfið teningunum að leysast upp.
- Skafið nú allt innan úr kartöflunum og hendið hýðinu
- Setjið kartöflurnar, kryddið og kjúklingasoðið í pottinn með lauknum og látið ná suðu. Þegar suðan er komin upp slökkvið þá undir og maukið saman með töfrasprota eða í blandara/matvinnsluvél.
- Setjið aftur á heita hellu þar til sýður og hrærið á meðan.
- Setjið í súpuskálar og toppið með fetaosti, steiktu beikoni og kryddjurtum að eigin vali. (Ég notaði ferkst timian).