Leynitrixið til að skera kökuna þráðbeina

Þeir eru ekki skakkir botnarnir á þessari köku.
Þeir eru ekki skakkir botnarnir á þessari köku. mbl.is/Shutterstock

Hver kannast ekki við að baka kökubotna sem koma hálfskakkir úr ofninum og okkur langar helst til að fara að skæla? Hér er trix sem gott er að hafa uppi í erminni þegar slíkur ófögnuður ber að dyrum, en við erum ekki að tala um flugbeitta hnífa sem vopn í hendi.

Þetta liggur allt í tannþræðinum! Já, þessi ofurfíni þráður getur skorið kökuna þína beina. Við viljum þó benda á að tannþráður með vaxi reynist bestur til slíkra verka og helst ekki nota tannþráð með bragði, eins og myntubragði sem skilur jafnvel eftir sig keim á kökunni. Eins er gott að nota tannstöngla til að merkja hvar eigi að skera botninn, það auðveldar nákvæmnisvinnuna.

Það skiptir víst máli hvernig kaka er skorin.
Það skiptir víst máli hvernig kaka er skorin. Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert