Eplaskyrréttur með bingókúlusósu

Hjördís Dögg Grímarsdóttir

Þessi eftirréttur er afar snjall og einfaldur... svo ekki sé minnst á bragðgæði hans sem eru bæði mikil og góð. Það er Hjördís Dögg á mömmur.is sem útbjó þessa dásemd fyrir lesendur mbl.is.

Eplaskyrréttur með bingókúlusósu

Botn

  • 10 stk. Caramel-nammikex.

Mulið í matvinnsluvél og sett í botninn á glasi.

Fylling

  • ½ lítri rjómi
  • 2 epli - rifin
  • 2 dósir Creme brûlée-skyr

Rjóminn þeyttur og skyrinu og eplunum blandað saman við. Blandan er sett ofan á Caramel-mulninginn.

Bingókúlusósa

  • 1 poki bingókúlur
  • 30 ml rjómi

Sett í pott yfir vatnsbaði og hitað þar til bingókúlurnar eru bráðnaðar.

Bingókúlusósunni er hellt yfir skyrfyllinguna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert