Kjúklingur í villisveppasósu frá Tinnu Alavis

mbl.is/Tinna Alavis

Villisveppasósa er algjört sælgæti og sé hún borin fram með kjúkling og beikoni erum við að tala um það sem skilgreinist sem einstaklega vel heppnuð máltíð. 

Það er Tinna Alavis sem á þessa uppskrift og eins og hennar er von og vísa er þessi réttur sérlega girnilegur. Heimasíðu Tinnu er hægt að heimsækja HÉR.

Kjúklingur í villisveppasósu með stökkum beikonbitum og blaðlauk

  • 1 bakki kjúklingalundir
  • 1/2 bréf beikon
  • 1 bakki sveppir
  • 1/2 askja rjómaostur frá Gott í matinn
  • 1 rjómi frá Gott í matinn
  • 1 Villisveppaostur
  • Íslenskt smjör til steikingar
  • Steinselja
  • Blaðlaukur
  • salt og pipar
  • Bezt á kjúklinginn
  • sveppakraftur (1 teningur)

Aðferð:

  1. Takið fram tvær pönnur (eina litla og aðra stóra).
  2. Steikið kjúklinginn upp úr íslensku smjöri þar til hann er orðinn gylltur á litinn.
  3. Steikið beikonið á minni pönnunni þar til það er orðið stökkt og hellið yfir kjúklinginn.
  4. Hellið rjómanum yfir kjúklinginn og beikonið.
  5. Setjið Villisveppaostinn og rjómaostinn út í rjómann og látið bráðna.
  6. Smjörsteikið sveppina á litlu pönnunni þar til þeir eru farnir að brúnast og hellið út á stærri pönnuna.
  7. Steikið blaðlaukinn á vægum hita á litlu pönnunni og bætið við smá íslensku smjöri (óþarfi að þrífa pönnuna á milli). Þegar blaðlaukurinn er orðinn mjúkur er honum bætt út á stærri pönnuna með öllum hinum hráefnunum.
  8. Setjið steinselju yfir réttinn í lokin áður en þið berið hann fram. Mér finnst það gera réttinn girnilegri og svo passar hún fínt með. ‍
mbl.is/Tinna Alavis
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka