Pulled pork svínvirkar sem hamborgari og hér erum við með útgáfu sem er fáránlega auðveld og má skilgreina sem sumarbústaðarsukkmáltíð par excellence! enda gerum við ekki kröfur um minna. En að öllum slettum slepptum þá er það Berglind Hreiðarsdóttir sem á þessa uppskrift sem hún segir að sé fastagestur á matseðli fjölskyldunnar.
Bæði sé hægt að hægelda svínasíðu frá grunni eða kaupa kjötið tilbúið út úr búð og þurfi þá aðeins að hita það í potti.
Gotterí & gersemar er hægt að heimsækja HÉR.
Pulled pork með chili-hamborgarasósu
Við vorum fjögur fullorðin og sex börn og það var alveg smá afgangur
Aðferð:
Berglindi finnst passa einstaklega vel með svona mat að hafa vöfflu- eða krullufranskar og síðan finnst mörgum gott að hafa líka hrásalat, meiri bbq-sósu eða jafnvel tómatsósu svo hér má auðvitað leika sér með það sem manni þykir gott. Grillaður maís passar líka vel með en þá má hafa vel af smjöri og salti/kryddi á honum.
Hún mælir með litlu bollunum (dinner rolls) sem fást í bakaríinu í Costco fyrir þennan rétt og þá borðar fólk yfirleitt 2-4 stk á meðan það borðar aðeins 1-2 í hamborgarabrauði.
Þetta er tilvalinn réttur í veislur þar sem auðvelt er að halda kjötinu heitu og vera búinn að skera niður allt grænmeti, síðan bara hita brauðin og frönskurnar rétt áður en sagt er „gjörið svo vel“ og hafa úrval af góðum sósum með.