Fljótlegur fiskréttur sem fellur í kramið

mbl.is/Gígja S. Guðjónsdóttir
Það er fátt meira viðeigandi í dag en góður fiskur og hér gefur að líta uppskrift sem er alveg hreint dásamlega einföld og ljúffeng. 
Meira biðjum við víst ekki um en það er Gígja S. Guðjónsdóttir sem á heiðurinn að uppskriftinni en matarbloggið hennar er hægt að nálgast HÉR.
Ofnbakaður þorskur í sítrónu-rjómasósu
Uppskrift fyrir 3-4
 
Undirbúningur: 5 mín.
Eldun: 20-25 mín.
Heildartími: 25-30 mín
 
Ofninn er hitaður í 200 gráður
  • 4-5 þorskstykki
  • 50 gr. smjör
  • 1/2 bolli rjómi
  • 2 msk. hunangs dijon-sinnep
  • 1 og hálf msk. sítrónusafi
  • salt og pipar
  • Shallot-laukur
  • parsley-krydd og sítrónusneiðar
 
Aðferð:
  1. Fiskurinn er settur í eldfast form og hann kryddaður með salti og pipar á báðum hliðum
  2. Smátt skorinn shallot-laukurinn er næst settur yfir fiskinn
  3. Í skál fer smjör, rjómi, dijon, sítrónusafi, salt og pipar og hitað í örbylgjuofni tvisvar sinnum í 30 sek. og hrært á milli
  4. Síðan er sósunni hellt yfir fiskinn og hann kryddaður með parsley og skreyttur með sítrónusneiðum
  5. Fiskurinn er næst settur inn í ofn í 20-25 mínútur, fer svolítið eftir hversu þykk fiskstykki þið eruð með
 
Með fisknum var ég með grjón og hvítlauksbrauð, hvítlauksbrauðið fór inn í ofn á sama tíma og fiskurinn og grjónin í pott einnig á sama tíma.
Hér er búið að hella sósunni yfir fiskinn.
Hér er búið að hella sósunni yfir fiskinn. mbl.is/Gígja S. Guðjónsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert