Súkkulaðihúðað döðlugott með hnetum

Hollur munnbiti þegar sykurþörfin hellist yfir.
Hollur munnbiti þegar sykurþörfin hellist yfir. mbl.is/Stine Christiansen

Stundum langar mann ekki í heila kökusneið eða vínarbrauð. Stundum er einn lítill munnbiti af döðlugotti allt sem til þarf til að komast í gegnum þörfina fyrir sætindi. Þessir eru bragðgóðir og jafnvel hollir ef maður rýnir aðeins í hráefnin.

Súkkulaðihúðað döðlugott með hnetum (8-10 stk.)

  • 25 g pekanhnetur
  • 150 g döðlur
  • Salt á hnífsoddi
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 100 g dökkt súkkulaði

Aðferð:

  1. Hakkið pekanhneturnar gróflega og ristið létt á þurri pönnu, þar til þær verða stökkar. Leyfið þeim að kólna.
  2. Skerið döðlurnar til helminga og fjarlægið steininn (ef einhver er). Setjið döðlur, salt og vanillu í matvinnsluvél og blandið vel saman. Bætið því næst hökkuðu pekanhnetunum út í og geymið blönduna í 1 klukkustund í kæli.
  3. Hakkið súkkulaðið gróflega og bræðið 2/3 yfir vatnsbaði. Takið þá skálina af vatnsbaðinu og bætið restinni af súkkulaðinu út í og hrærið þar til súkkulaðið hefur bráðnað.
  4. Mótið litla bita úr döðlumassanum og dýfið þeim í súkkulaðið. Leggið á bökunarpappír og stráið jafnvel hnetumulningi yfir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka