Mexíkósúpa sem er gerð í blandara

Sumt kemur rækilega á óvart í lífinu og þetta er klárlega í þeim flokki því hér sýnum við hvernig hægt er að galdra fram geggjaða súpu á nokkrum mínútum - í blandara.

Vitamix-blandararnir - græjan sem flestir kokkar segjast ekki geta lifað án - eru þeim kosti gæddir að maturinn hitnar í þeim. Það gerir það að verkum að ekkert mál er að skella í súpu á augabragði eins og sést á meðfylgjandi myndbandi.

Þessi súpa er brjálæðislega holl og til að þykkja hana voru notaðar gulrætur sem skyggði ekki á bragðið að neinu leyti heldur gerði súpuna enn betri ef eitthvað var.

Mexíkósúpa

  • 500 g gulrætur
  • 2 tómatar
  • 1/2 laukur
  • 1/2 paprika
  • 2 msk. taco krydd
  • 2 msk. tómat-purée
  • 10 g chili
  • safi úr 1/2 lime
  • 750 ml kjúklingasoð

Setjið allt í blandarann og látið blandast uns súpan er tilbúin. Athugið að þetta er eingöngu hægt að framkvæma í blöndurum sem geta hitað matinn. Sé slíkur blandari ekki fyrir hendi verður að hella innihaldinu í pott og hita.

Gott er að bera súpuna fram með nachos-flögum, sýrðum rjóma og rifnum osti. Eins má setja kjúklingabita saman við sé þess óskað.

mbl.is/
mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert