„Ef þið eruð að elda fisk þá er þessi uppskrift ekki að fara að tefja ykkur neitt þó þið ákveðið að henda í eitt svona brauð því það tekur ekki nema eins og fimm mínútur að henda í það og 30 mínútur að baka það.“
Það er engin önnur en María Gómez sem á þetta ómótstæðilega brauð sem virðist bara hreint mjög viðráðanlegt þannig að þið sem mikluðuð það fyrir ykkur að baka rúgbrauð getið hætt því í snarhasti því þetta er í senn einfalt og gott.
Rúgbrauð sem allir geta bakað
Leynihráefnið hér er Melassi sem gerir brauðið sætt, rakt og dökkt á litinn eins og alvöru rúgbrauð á að vera. Melassi er dökkt, þykkt en ekki mjög sætt síróp sem verður til þegar sykur er unninn úr sykurreyr.
Melassan hef ég keypt í Fræinu í Fjarðarkaupum en býst við að hann fáist einnig í Hagkaup og heilsubúðunum.
Í eitt lítið brauð þarf: (Með þessari uppskrift verður brauðið svona litlar sneiðar en ef þið villjið hafa það stórar sneiðar þá þarf að tvöfalda uppskriftina)
Aðferð: