Þá er ekki eftir neinu að bíða. Það er kominn tími til að huga að aðventukransinum í ár, fyrir þá sem ætla sér að hafa einn slíkan þessi jólin. Kransinn getur reynst mikill höfuðverkur fyrir suma sem vilja toppa sig ár hvert á meðan aðrir fara auðveldu leiðina, og er hvort tveggja í góðu lagi.
Hér koma nokkrir kransar sem gefa innblástur í hvaða möguleikar eru í boði – einfaldir og aðrir fyrir lengra komna. Það er staðreynd að kransar eru mikið skraut út af fyrir sig og eru nánast ómissandi á aðventunni.
Hér eru þykkblöðungar notaðir í krans. Settir á bakka með mosa og fjórum kertum í miðjunni.
mbl.is/Martin Sølyst
Hangandi krans er alltaf jafn „bjútífúl“ og hátíðlegur.
mbl.is/Martin Sølyst
Kertahringur sem þessi frá House Doctor býður upp á mikla möguleika með skreytingar.
mbl.is/House Doctor
Það má finna hringi sem þessa í blómabúðum og punta með skrauti og smart borðum.
mbl.is/Brøste Cph.
Stundum á maður til eitthvað í skápunum sem hægt er að nota eins og þennan litla viðarkassa.
mbl.is/IbLaursen
Hversu fallegt!? Skreyting með mosakúlum, kertum og blómum á tertudiski.
mbl.is/Boligicious
Hér eru fersk blóm og greinar notuð í krans. Það má vel nota fersk blóm ef þeim er stungið í oasis og þú manst eftir að bleyta hann reglulega.
mbl.is/Kira Brandt
Klassíski Kubus-kertastjakinn hér í aðalhlutverki á bakka með könglum og öðru skrauti.
mbl.is/alt.dk
Skemmtilega skógarstemmningu er að finna hér.
mbl.is/Kira Brandt
Fallegur krans getur verið hið fínasta stofustáss eins og þessi í bleikum tónum.
mbl.is/Kira Brandt
Áhugavert að sjá hvernig plöntugreinarnar fá að hanga niður og upp eftir böndunum.
mbl.is/alt.dk
Skemmtileg hugmynd að nota gamlan matarkassa og fersk epli eins og við sjáum hér.
mbl.is/Vibeke Design