Svona gerir þú heimagert jólatré

Það gerist ekki stílhreinna en þetta heimagerða jólatré.
Það gerist ekki stílhreinna en þetta heimagerða jólatré. mbl.is/Caroline Burke

Þessu tré fylgir kannski ekki greni-ilmur en það er engu að síður jólalegt. Oftar en ekki rekst maður á heimatilbúin jólatré sem þetta á helstu bloggsíðum heims og fyrir ykkur sem langar í eitt slíkt er uppskriftina að finna hér.

Þú þarft:

  • Hringlaga spýtur (prik í 3 þykktum)
  • Borvél
  • Sög
  • Málband
  • Vasa eða blómapott
  • Sand
Merkið fyrir fyrsta gatinu sem á að bora í „stöngulinn“ …
Merkið fyrir fyrsta gatinu sem á að bora í „stöngulinn“ (þykkasta prikið, um 2,5 cm í þvermál), og þá sirka 10 cm frá toppi priksins. mbl.is/Caroline Burke
Mælið fyrir gati númer tvö, um 25 cm frá toppi …
Mælið fyrir gati númer tvö, um 25 cm frá toppi priksins og því næst gati númer þrjú um 40 cm frá toppi. Mikilvægt er að snúa alltaf aðeins spítunni til að götin verði ekki alveg í beinni röð. mbl.is/Caroline Burke
Skiptið núna um bor til að bora fyrir þykkari prikunum …
Skiptið núna um bor til að bora fyrir þykkari prikunum – í 56, 71 og 86 cm fjarlægð frá toppnum og munið að hreyfa spítuna til hægri og vinstri þegar götin eru boruð. mbl.is/Caroline Burke
Því næst er að saga prikin niður sem eiga að …
Því næst er að saga prikin niður sem eiga að mynda greinar. Grennri spíturnar fara í fyrstu þrjú götin og þær þykkari í næstu þrjú. mbl.is/Caroline Burke
Komið prikunum fyrir, hvert á fætur öðru.
Komið prikunum fyrir, hvert á fætur öðru. mbl.is/Caroline Burke
Komið jólatrénu fyrir í vasa eða blómapotti með sandi til …
Komið jólatrénu fyrir í vasa eða blómapotti með sandi til að það haldist upprétt og skreytið að vild. mbl.is/Caroline Burke
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert