Snitturnar sem eru ómissandi á aðventunni

mbl.is/Linda Ben

Síld er ómissandi hluti af jólahaldi og fátt er betra en gott smørrebrød að dönskum hætti. Linda Ben fór til Kaupmannahafnar á dögunum og varð svo upprifin af að hún útbjó þessar dýrindissnittur sem við hin ættum auðveldlega að geta leikið eftir. 

„Eftir að við komum heim hef ég verið með æði fyrir sólkjarnarúgbrauði og hef ég verið að leika mér að gera mitt eigið smørrebrød en hér er að finna tvær útfærslur sem innihalda síld og eru í uppáhaldi hjá mér.“

Heimasíðu Lindu Ben er hægt að nálgast HÉR.

mbl.is/Linda Ben

Smurbrauð með kartöflum, klettasalati og karrísíld

  • Sólkjarnarúgbrauð
  • Forsoðnar kartöflur
  • Klettasalat
  • Abba-karrýsíld
  • Soðin egg
  • Rauðlaukur
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Skerið kartöflurnar í þunnar sneiðar og raðið þeim á brauðið.
  2. Leggið salat yfir, ásamt síld, ½ soðnu eggi skorið í tvennt og nokkra örþunna strimla af rauðlauk. Kryddið létt með salti og pipar.
mbl.is/Linda Ben

Rauðbeðusmurbrauð með lauksíld

  • Sólkjarnarúgbrauð
  • Rauðbeður
  • Abba-lauksíld
  • Rauðlaukur
  • Fersk steinselja
  • Þurrkaðar ostaflögur
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Skerið rauðbeðurnar þunnt og raðið á rúgbrauðið. Setjið síldina þar yfir ásamt mjög þunnum strimlum af rauðlauk, ferskri steinselju og þurrkuðum ostaflögum.
  2. Kryddið örlítið með salti og pipar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert