Auðveldustu lakkrískaramellur í heimi

Lakkrískaramellur er allt sem þú þarft þessa dagana.
Lakkrískaramellur er allt sem þú þarft þessa dagana. mbl.is/Columbus Leth

Karamellur eru bráðnauðsynlegar til að hafa við höndina þessa dagana þegar jólastressið byrjar að læðast upp bakið á manni. Ein og ein karamella til að stinga upp í sig eða bjóða öðrum upp á – ef maður tímir því það er að segja. Þessar gerast ekki einfaldari.

Auðveldustu lakkrískaramellur í heimi (50 stk.)

  • ½ L rjómi
  • 250 g sykur
  • 125 g glúkósi
  • 2 tsk. lakkrísduft og smá auka til að skreyta

Aðferð:

  1. Setjið öll hráefnin í pott fyrir utan lakkrísduftið og hitið þar til karamellan er orðin gyllt og þykk í sér. Hrærið jafnt og þétt í blöndunni, þó mest undir lokin. Karamellan er tilbúin þegar hún er farin að losna léttilega frá botninum á pottinum – tekur um 20-35 mínútur á jöfnum hita.
  2. Takið pottinn af hitanum og setjið lakkrísduftið út í og hrærið vel saman.
  3. Hellið karamellunni í form klætt bökunarpappír, 18x18 cm. Leyfið karamellunni að kólna við stofuhita fram á næsta dag, eða að minnsta kosti 5 tíma.
  4. Skerið karamelluna í hæfilega stóra bita og stráið lakkrísdufti yfir (má sleppa)
  5. Pakkið þeim jafnvel inn í sellófan – það getur komið skemmtilega út.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert