Súkkulaðikaka með mjúkri miðju

mbl.is/Maria Gomez

Hver elskar ekki ómótstæðilega eftirrétti sem tekur bókstaflega nokkrar mínútur að gera? Hér gefur að líta súkkulaðiköku eða svona eldfjallaköku eins og eru svo vinsælar en þá er miðjan í þeim mjúk.

Það er Maria Gomez á Paz.is sem á heiðurinn að þessari snilld. 

Súkkulaðikaka með mjúkri miðju

  • 1 pk. súkkulaðikökumix frá TORO
  • 2 egg
  • 1 dl olía

Aðferð

  1. Stillið ofninn á 200 C°.
  2. Setjið duftið í skál og blandið út í það 2 eggjum og 1 dl af olíu.
  3. Hellið blöndunni í 6 lítil mót.
  4. Bakið í 8-10 mínútur.
mbl.is/Maria Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert