Volg brownie með snjókalli úr vanilluís

mbl.is/Linda Ben

Þetta er með því flottara sem sést hefur. Hér erum við með volga brownie köku og snjókall ofan á. Ef börnin eiga ekki eftir að elska þetta þá veit ég ekki hvað. 

Það er Linda Ben sem á þessa uppskrift en matarbloggið hennar er hægt að nálgast HÉR.

Volg brownie með vanilluís snjókalli:

  • 2 lítar vanilluís frá Kjörís
  • 115 g smjör
  • 1 og 3/4 dl súkkulaði
  • 2 og 1/3 dl sykur
  • 2 egg
  • 60 ml mjólk
  • 2 og 1/3 dl hveiti
  • 1 msk flórsykur
  • Svart kökuskraut

Aðferð:

  1. Setjið smjörpappír á bakka (eins stóran og kemst fyrir í frystinum), útbúið kúlur úr vanilluísnum og setjið í frysti.
  2. Kveikið á ofninum og stillið á 175ºC.
  3. Setjið smjörpappír í eldfastmót, brjótið pappírinn inn í horninn svo pappírinn passi fullkomlega.
  4. Bræðið saman smjör og súkkulaði í potti yfir lágum hita.
  5. Slökkvið á hitanum og hellið sykrinum út í blönduna, hrærið reglulega í og látið kólna svolítið (5-10 mín)
  6. Í hrærivélaskál blandið saman mjólk og eggjum. Hellið saman við súkkulaði-smjör blöndunni og hrærið vel.
  7. Blandið hveitinu varlega saman við og hellið í formið. Bakið í 25 mín.
  8. Takið kúlurnar úr frystinum og raðið þeim saman svo úr verði snjókallar, raðið kökuskrautinu á þá, myndið andlit á efri kúluna og hnappa á neðri kúluna, setjið aftur inn í frysti.

Takið kökuna úr ofninum og skerið hana í sneiðar, sigtið flórsykri yfir kökurnar og setjið á diska, raðið 1 snjókalli á hverja köku þegar kakan hefur náð að kólna svolítið og berið fram strax.

mbl.is/Linda Ben
mbl.is/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert