Ketó-matseðill Jennu Jameson – 30 kíló farin

Jenna Jameson fyrir og eftir lífstílsbreytinguna.
Jenna Jameson fyrir og eftir lífstílsbreytinguna. mbl.is/sjáskot af Instagram

Jenna Jameson hefur vakið mikla athygli fyrir umbreytingu á líkama sínum en með breyttu mataræði hefur hún losað sig við 30 kíló. Hún er á ketó-mataræðinu og segir að sér hafi aldrei liðið betur. Svona lítur dæmigerður matseðill hjá henni út:

Hún segist vakna klukkan átta og fái sér þá kaffibolla með stevíu og sykurlausum ítölskum kaffirjóma.

Hún borði ekki morgunmat fyrr en klukkan 11 en þá fái hún sér þrjú egg sem hún hafi tilbúin í kæli og eitt avókadó sem hún kryddi með “everything but the bagel”-kryddi.

Um klukkan tvö sé hún orðin svöng aftur og fái sér þá steik sem hún steiki upp úr avókadó-olíu og borði með klettasalati. Hún er líka kosher þannig að hún borðar ekki mjólkurvörur um leið og kjöt, en það sé hennar persónulega val og hafi ekkert með ketó að gera.

Klukkan fjögur snarli hún á einum bolla af kotasælu.

Klukkan fimm borði hún svo lax með sítrónusmjöri og dilli. Best finnst henni að borða aspas eða brokkólí með.

Hún fasti svo frá klukkan 18 til 11 morguninn eftir en drekki mikið vatn og te ef hana langar í það. Hún taki jafnframt vítamín og sé með barn á brjósti.

Janframt mælir hún með lífrænum mat en stærsta hjálpin hafi reynst að borða ekki brauð og endalaust snarl. Markmiðið sé ekki að svelta sig heldur borði hún sé hún svöng.

Þetta sé áskorun og lífstílsbreyting sem skili árangri.

View this post on Instagram

#mondaymotivation So I thought I’d do an updated menu Here is an example of what I eat in the day on #keto I wake at 8 am and have a cup of regular coffee with stevia and sugar free Italian sweet cream creamer. I then wait until 11 am to eat breakfast. I have hard boiled eggs prepared already in my fridge so I peel three, cut a full avocado add it together and sprinkle with “everything but the bagel” seasoning. At around 2 pm I start to feel hungry again so I cook a steak in a pan with avocado oil, serve it over arugula. Also remember, I eat kosher so I don’t eat dairy and meat together, but you should feel welcome to! At around 4 I snack on cottage cheese, about a cup. At 5 I prepare salmon in the oven with lemon butter and dill. I like to pair it with asparagus or broccoli. I #intermittentfast from 6pm-11am I drink water while fasting and also tea if I feel like it. I feel satisfied and full, with no need for snacks or candy. I take a prenatal vitamin daily for those wondering 🥰 Also remember I am breastfeeding still, so if I feel hungry, I EAT!!!! I find that staying away from keto breads and snacks help me lose weight. I recommend sticking to whole organic foods and you will see the weight drop off. Remember my friend, losing weight isn’t easy, it’s a challenge. Push past your fear of failing and make the change! Love you! #beforeandafter #weightlossjourney #weightlosstransformation #ketodiet

A post shared by Jenna Jameson (@jennacantlose) on Dec 3, 2018 at 11:22am PST

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert