Dry aged entrecote nautasteik með stökkum smáfrönskum

mbl.is/

Hér kennir Berglind Guðmunds af Gulur, rauður, grænn og salt hvernig á að elda Dry aged entrecote nautasteik eftir kúnstarinnar reglum. Einstaklega girnilegt og með stökkum smáfrönskum sem eiga það til að gera allt enn betra.

Dry aged entrecote nautasteik með stökkum smáfrönskum 
  • Entecote nautasteik, dry aged
  • Ólífuolía
  • 2-3 msk smjör
  • 2 hvítlauksrif
  • 2 greinar timían
  • Salt og pipar

Nuddið sjávarsalti á kjötið. Kryddið með pipar. Hitið olíu og smjör á pönnu. Þegar pannan er orðin vel heit setjið nautakjötið á pönnuna og steikið í 2-4 mínútur á hvorri hlið eftir því hvernig steikingu þið óskið eftir. Þrjár mínútur á hvorri hlið gefa meðalsteikingu. Bætið timían og hvítlauk út á pönnuna. Takið af pönnunni og látið standa í 5 mínútur áður en steikin er borin fram, gerið sósuna á meðan.

Stökkar smáfranskar

  • 4 bökunarkartöflur
  • 60 ml grænmetisolía
  • Sjávarsalt
  • Pipar
  • 1 tsk hvítlauksduft

Skerið kartöflurnar niður í tannstöngla. Setjið smjörpappír á 2 ofnplötur og setjið vel af olíu yfir smjörpappírinn. Setjið kartöflurnar í skál og hellið olíu yfir og kryddið með hvítlaukskryddi, pipar og sjávarsalti. Dreifið vel úr kartöflunum á ofnplötunum og látið þær snertast sem minnst. Bakið í 210°c heitum ofni í 30 mínútur eða þar til kartöflurnar eru orðnar stökkar. Takið úr ofni og stráið sjávarsalti yfir.

Sósa

  • 250 ml rjómi
  • 1 tsk nautakraftur
  • 1 msk sojasósa
  • ½ -1 msk sulta

Notið pönnuna sem þið steiktuð kjötið í og hellið rjómanum út á pönnuna og hitið við meðalhita. Skrapið upp úr botninum af pönnunni svo það blandist vel við rjómann. Bætið nautakrafti saman við. Smakkið til með sojasósu og sultu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert