Pönnukökurnar sem Pétur getur ekki verið án

Stóra Disney-uppskriftabókin hefur slegið í gegn enda eiga Mikki og …
Stóra Disney-uppskriftabókin hefur slegið í gegn enda eiga Mikki og félagar sér stóran sess í hjörtum íslenskra barna. mbl.is/samsett mynd

Þessar forkunnarfögru pönnukökur eru úr smiðju Tobbu Marínós og eru ein fjölmargra uppskrifta sem prýða Matreiðslubók Mikka sem kom út á dögunum.

Að sögn Tobbu elskar Pétur bláber og hrærir því gjarnan bláberjasultu og grískri jógúrt saman og hellir yfir pönnukökustaflann. Skellibjalla borði sínar pönnukökur hins vegar með hnetusmjöri, bræddu súkkulaði og berjum. 

Morgunverðarpönnukökur Péturs Pan

Erfiðleikastig: 2

Undirbúningur: 5 mínútur

Eldunartími: 10 mínútur

Áhöld: Blandari • Panna • Spaði

  • 2 vel þroskaðir bananar
  • 3 væn egg
  • 120 g hafrar
  • 2 msk. mjólk
  • 1 tsk. kanill
  • ½ tsk. salt
  • olía eða smjör til að steikja 

AÐFERÐ

Öll innihaldsefnin fara í blandara. Blandið uns allt er kekkjalaust. Bæta má við nokkrum bláberjum eða valhnetum og hræra því þá rólega saman við með sleif.

Steikið pönnukökurnar upp úr olíu eða smjöri á miðlungshita í um það bil 3 mínútur á hvorri hlið eða þar til þær eru gegnumsteiktar og farnar að taka á sig gylltan lit. Gott er að bera pönnukökurnar fram með ferskum berjum, grískri jógúrt og sultu. Skemmtilegt er að stappa ber út í jógúrtina til að fá fallegan lit. 

Þvílíkar pönnukökur!
Þvílíkar pönnukökur! mbl.is/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert