Quesadillas með sweet chili-rjómaosti

mbl.is/Svava Gunnarsdóttir

Þessi uppskrift er í senn ósköp aðgengileg, einföld, vandræðalega ljúffeng og mögulega hápunktur dagsins. Það er Svava Gunnars á Ljúfmeti & lekkerheitum sem á heiðurinn af þessari snilld sem á alltaf vel við. 

mbl.is/Svava Gunnarsdóttir

Quesadillas með nautahakksfyllingu í sweet chili-rjómaosti

  • 500 g nautahakk
  • 1 laukur
  • 1 rauð paprika
  • 200 g Sweet Chili Philadelphia (1 askja)
  • chili explosion-krydd
  • salt og pipar
  • salsa
  • nachos
  • rifinn ostur
  • 6 stórar tortillur

Steikið nautahakkið og kryddið með salti, pipar og chili explosion. Skerið lauk og papriku í þunnar sneiðar og steikið með nautahakkinu í nokkrar mínútur. Bætið Philadelphia Sweet Chili á pönnuna og látið bráðna saman.

Leggið tortillakökurnar á borð og dreifið fyllingunni yfir helminginn af hverri köku. Setjið salsa, mulið nachos og rifinn ost yfir. Brjótið tortillukökuna saman í hálfmána og steikið í olíu á hvorri hlið þar til kakan er stökk og osturinn bráðnaður. Skerið í sneiðar og berið fram.

mbl.is/Svava Gunnarsdóttir
mbl.is/Svava Gunnarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert