Sælla er að gefa en þiggja – er nú svo oft sagt. Það myndast óneitanlega mikil spenna á aðfangadag þegar allir pakkarnir eru komnir undir jólatréð og heimilisfólkið er farið að gjóa augunum á leyndardóminn sem liggur á bak við allan pappírinn og skrautböndin.
Það er þó hugurinn sem gildir, alls ekki verðgildið. Hér er ein hugmynd hvernig þú færð ættingja og vini til að vökna um augun þegar þau taka á móti pakkanum frá þér. Finndu fram gamla ljósmynd sem tengir ykkur saman, eitthvað sem vekur upp góða minningu – og settu hana á pakkann sem hluta af skrautinu. Við lofum að það mun slá allt annað út af borðinu.