Lífsstílsverslun og kaffihús fyrir kannabis-unnendur

Tokyo Smoke er kaffihús og lífsstílsverslun sem selur kannabis-vörur.
Tokyo Smoke er kaffihús og lífsstílsverslun sem selur kannabis-vörur. mbl.is/Tokyo Smoke

Þeir eru aðeins framar í einstaka málum þarna vestanhafs en við hér á landi. Við rákumst á þessa lífsstílsverslun og kaffihús, Tokyo Smoke, sem finna má í Kanada. Innréttingarnar eru stílhreinar og skemmtileg blanda í efnisvali, en það er til að mynda korkur á veggjum og kaffibarinn er steyptur.

Eigendur Tokyo Smoke eru feðgarnir Alan og Lorne Gertner með hugmynd sem þú finnur ekki víða. Þeir hugsuðu verslunina ekki sem samkomustað Bob Marley aðdáenda því þeir vilja halda ákveðnum standard með hugmynd sinni. Þar sem fólk getur hist yfir kaffibolla hvort sem það er fyrir kannabis eður ei. En flest allar vörurnar í versluninni tengjast að einhverju leiti efninu.

Kannabis var lögleitt í Kanada í júlímánuði og hafa þeir feðgar hug á að teygja út anga sína víðar um landið í komandi tíð.

Kaffibarinn er afar vinsæll en það er boðið upp á …
Kaffibarinn er afar vinsæll en það er boðið upp á gott sætapláss í versluninni fyrir þá sem vilja njóta með góðum vinum. mbl.is/Tokyo Smoke
mbl.is/Tokyo Smoke
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert