Svona mýkir þú harðan púðursykur

Púðursykur á það til að harðna allt of fljótt - …
Púðursykur á það til að harðna allt of fljótt - en við kunnum lausn við því. mbl.is/Samvirke.dk

Eru fleiri en við þarna úti sem eru komin með leið á að slást við harðan púðursykur. Ekki lengur, því við höfum lausnina við því hvernig eigi að mýkja hann aftur.

Gamalt gott ráð er að setja brauðsneið í ílátið með púðursykrinum eða jafnvel eplabita, því sykurinn þarf raka til að mýkjast. Ef þú hefur ekki tíma til að bíða eftir því þá erum við með annað skothelt ráð sem virkar. Hitaðu ofninn á 80°. Settu púðursykur í pott með loki og inn í ofn. Láttu einnig skál með vatni inn í ofn við hlið pottsins í 5 mínútur, eða þar til sykurinn er orðinn mjúkur og allir sáttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert