Svona getur þú notað tannburstann

Þú getur notað tannburstann til að pússa lyklaborðið, leikföngin, skartgripina …
Þú getur notað tannburstann til að pússa lyklaborðið, leikföngin, skartgripina og margt margt fleira. mbl.is/Pinterest

Tannburstinn er ekki einungis til að pússa stellið í munninum því hann getur reynst gagnlegur á ýmsum öðrum stöðum líka. Við mælum þó alltaf með því að nota annan bursta en þann sem þú notar daglega við að bursta tennurnar.

  • Tannburstinn er frábær til að ná óhreinindum í þéttilistanum á ísskápnum sem er ekki auðveldasti staðurinn að þrífa nema fyrir bursta í réttri stærð.
  • Það er ýmislegt sem getur smogið á milli borðplötu og vasksins og þá kemur tannburstinn að góðum notum.
  • Hversu oft ætli við ýtum á slökkvarana í húsinu sem safna bara í sig óhreinindum, dag eftir dag. Tannburstinn mun pússa þá upp eins og nýja. Það sama gildir um hnúðana sem stjórna hitanum á ofnunum, þeir eru oftar en ekki með rifflum sem elska óhreinindi.
  • Fúgurnar á baðherberginu hafa einnig gott af smá skrúbbi af og til – en burstinn smellpassar í það hlutverk.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert