Hlutir sem þú ættir að setja reglulega í þvottavélina

Ótrúlegustu hlutir mega fara í vélina, ekki bara handklæði og …
Ótrúlegustu hlutir mega fara í vélina, ekki bara handklæði og sokkar. mbl.is/Alto/Eric Audras/Getty Images

Það kemur kannski sumum á óvart hverju megi skella í þvottavélina. Oftar en ekki hlutum sem við notum daglega og hafa mikla þörf fyrir snúning til að fríska upp á. Hér eru nokkur atriði sem við tókum saman.

  • Ertu með íþróttaálfa á heimilinu? Þá er ekki nóg að þvo sokka og treyjur því t.d. fótboltahlífar mega vel taka hring í vélinni líka, enda fullar af svita og tárum.
  • Jógamottan er eitt af því sem má gjarnan henda í vélina – sérstaklega ef þú stundar hot jóga af fullum krafti.
  • Bakpokar og svokallaðir sundpokar ættu að taka einn snúning reglulega. Sérstaklega þeir sem krakkaskarinn þvælist með dögum saman í skólann. Bara muna að snúa þeim á rönguna.
  • Skítugir strigaskór eru velkomnir í þvottavélina, svo lengi sem þeir eru úr tauefni. Gott er að vinna á hörðum blettum áður en þeim er skellt í vélina.
  • Lítil leikföng og tuskudýr má þvo eins og ekkert sé. Setjið dótið í fatapoka svo það fari betur um það.
  • Ofnhanska má endilega þvo af og til. Enda sullast oftar en ekki eitthvað á þá þegar maður dregur út girnilegan rétt sem er löðrandi í osti.
  • Ekki gleyma sturtuhenginu ef þið erum með eitt slíkt. Það er algjör óþarfi að kaupa nýtt þegar þú getur þvegið það sem fyrir er.  
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert