Þarftu að fríska upp á eitthvað á heimilinu? Þá er sítrónan alltaf að fara að hjálpa þér. Hvort sem þú ert að brasa eitthvað í eldhúsinu eða jafnvel í þvottahúsinu þá er þessi súri ávöxtur þér innan handar.
- Fáðu potta og pönnur til að „shæna“ á ný. Skerðu hálfa sítrónu og stráðu yfir hana salti. Nuddaðu pottana þína með sítrónunni og skolaðu svo vel á eftir.
- Sítrónu með salti má einnig nota á marmara sem hefur fengið á sig bletti eftir kaffibollann. Nuddaðu létt, skolaðu og bletturinn er á bak og burt.
- Við eigum öll til einhver plastílát sem eru með föstum matarblettum eftir sterka tómatsósu eða álíka. Þá er ráð að fylla vaskinn af sjóðandi vatni með safa úr 2-3 sítrónum og leggja ílátið í bleyti í þrjá til fjóra tíma. Þvoið ílátið vel þar á eftir á venjulegan hátt.
- Settu einn bolla af nýkreistum sítrónusafa með í þvottavélina þegar þú vilt fríska upp á hvítan þvott. Eins getur þú lagt föt í bleyti yfir nótt með nokkrum sítrónusneiðum í sjóðandi vatni – það svínvirkar.
- Notið sítrónu til að hreinsa bakteríurestar í skurðarbrettum. Makið sítrónu á brettið og látið standa í 10 mínútur. Skolið og þurrkið vel á eftir.