Tvö atriði sem þú þarft að vita um ryk

Við komumst ekkert hjá því að lifa með rykhnoðrum, en …
Við komumst ekkert hjá því að lifa með rykhnoðrum, en getum gert ýmislegt til að minnka það. mbl.is/Tia Borgsmidt

Er rykið að plaga þig, leynist alls staðar á heimilinu án þess að vera boðið sérstaklega heim í hús. Þá deilum við sameiginlegu „vandamáli“. Hér eru tvö góð húsráð sem ættu að létta aðeins á litlu hnoðrunum sem skjótast yfir gólfin. En það er meginregla að lofta reglulega út, það hefur mikið að segja að hleypa fersku lofti inn og rykinu út.

  • Ef rykið virðist óbærilegt og engan endi taka þrátt fyrir þrif, þá ertu kannski ekki að þrífa á réttum stöðum! Kannski er kominn tími til að þurrka aðeins af sjálfum veggjunum. Taktu þér moppu og prófaðu að moppa yfir veggina því það mun koma þér á óvart hvað safnast mikið ryk þar. Passið að moppa þétt og vel svo það sitji ekki rykrákir eftir á veggjunum.
  • Annar staður sem mætti skoða eru ofnarnir sem oftast eru geymdir undir gluggakistum. Eflaust ekki staður sem þú þrífur reglulega en þó er þörf á að gefa þeim smá tíma. Snilldarráð er að taka fram hárblásara og blása rykinu burt sem þú nærð ekki til. Síðan er ryksugan dregin fram til að sjúga upp alla hnoðrana sem voru í feluleik á bak við ofninn.
Tatomm
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert