Ertu að glíma við fastar rendur á glervasanum?

Það kemur ekkert í staðinn fyrir fersk blóm í vasa …
Það kemur ekkert í staðinn fyrir fersk blóm í vasa inn á heimilið. mbl.is/Maria Nørregaard

Það er fátt sem toppar afskorin blóm í fallegum vasa. En glervasar eiga það til að fá fastar rendur í þá miðja þar sem vatnið hefur legið í lengri tíma, eða svo. Það getur reynst erfitt að þrífa þessar kalkrendur burt og vasinn virkar hálf„druslulegur“ fyrir vikið.

  • Ef þú átt slíkan vasa þá er þetta hér til ráða. Fylltu vasann af heitu vatni með einni skeið af lyftidufti og hrærðu aðeins í. Settu því næst plastfilmu yfir vasann og leyfðu blöndunni að standa í nokkra daga. Skolaðu þá vasann og allar rendur eru bak og burt.
  • Annars er gott ráð að skipta daglega um vatn ef þú ert með blómvönd. Þá verður vatnið ekki mislitt og blómin haldast einnig lengur – og það er akkúrat það sem við viljum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert