Það þarf varla að fara mörgum orðum um Kay Bojesen sem er einna þekktastur fyrir hönnun sína á sætum tréapa sem finna má á flestum heimilum landsins, hangandi í hillum, ljósakrónum eða þar sem hann nær að teygja upp arminn.
Splunkuný viðbót í Bojesen-fjölskylduna er meðal annars eikarbakki með handfangi. Bakkann má nota undir álegg og ávexti þar sem hann er með sérstaka áferð sem ver viðinn frá því að draga í sig liti og fitu frá matvörum. Aðrar vörur í sömu vörulínu eru olíuflöskur, piparkvörn, saltkar og eggjabikar – allt framleitt í eik og kemur í verslanir í marsmánuði.