Áttu uppþvottavél? Þá þarftu að vita þetta

Það geta verið misjafnar skoðanir á því hvernig eigi að …
Það geta verið misjafnar skoðanir á því hvernig eigi að raða í uppþvottavélina. mbl.is/l i g h t p o e t/Shutterstock

Það virðast vera tvær leiðir til að raða í uppþvottavélina – þessi rétta og svo hin sem er ekki að virka. Þeir sem eru að raða „rétt“ í vélina, að þeirra mati, geta pirrað sig ótrúlega yfir því þegar aðrir á heimilinu hrúga leirtauinu þar inn. Oftar en ekki endurraðar viðkomandi aðili aftur í vélina áður en hún er sett í gang. Hér eru þrjú atriði sem gott er að hafa bak við eyrað. 

  1. Regla númer eitt er að draga alltaf neðri rekkann út fyrst og tæma. Því ef þú byrjar á þeim efri eru miklar líkur á því að vatn sullist yfir á leirtauið á neðri hæðinni og því nennum við ekki.
  2. Skipulag skiptir öllu máli. Raðaðu í uppþvottavélina eins og þú myndir taka úr henni. Reyndu til dæmis að halda diskum í sömu stærð saman, þá er einfaldara að grípa nokkra diska í einu þegar þú ert að ganga frá beint inn í skáp.
  3. Settu allt smádót í einn poka! Snilldin ein er að nota taupoka (eins og þú notar undir viðkvæman þvott í þvottavélinni) – slíkur poki er fullkominn undir allt smádótið, t.d. lítil plastbox og lok af brúsum sem eiga það til að fljúga um vélina og vera full af vatni eftir þvott.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert