Nýjar vörur í eldhúsið frá HAY

Brauðkörfur í ferskum litum er nýtt í eldhúsflóruna hjá HAY.
Brauðkörfur í ferskum litum er nýtt í eldhúsflóruna hjá HAY. mbl.is/HAY

Við elskum allar nýjungar sem tengjast eldhúsinu. Jafnvel brauðkörfur fá okkur til að staldra við og skoða aðeins nánar, en það voru að koma nýjar slíkar frá HAY hannaðar af hinni frönsku Inga Sempé.

Vörulínan heitir Panier og finnst í ótal litum, formum og stærðum – sem sagt eitthvað fyrir alla. Munstrið í körfunum á að endurspegla brauðmylsnurnar sem eftir verða á borðinu eftir dögurð. En það var eitt af því sem heillaði Sempé hvað mest er hún hannaði körfurnar, þessi óreglulegu form í mylsnunum. Körfurnar eru alls ekki bundnar eldhúsinu því þær má nýta í öðrum rýmum hússins eins og baðherbergi og skrifstofu svo eitthvað sé nefnt.

Körfurnar eru fáanlegar í ýmsum stærðum og litum.
Körfurnar eru fáanlegar í ýmsum stærðum og litum. mbl.is/Claire Lavabre and StudioSempix
Uppáhaldskarfa hönnuðarins er ljósbláa hringlaga karfan því hún minnir á …
Uppáhaldskarfa hönnuðarins er ljósbláa hringlaga karfan því hún minnir á önnur eldhúsáhöld, eins og pönnur og kaffikönnur. mbl.is/Claire Lavabre and StudioSempix
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert