Ómótstæðilegt kryddbrauð

María Gomez

Hver elskar ekki heimabakað kryddbrauð? Hvað þá ef það er nærri tilbúið þannig að fyrirhöfnin er nánast engin. Matargúrúinn María Gomez sem heldur úti bloggsíðunni Paz.is bakaði þetta brauð á dögunum og var gríðarlega ánægð með útkomuna. Kryddbrauð eða kryddkaka eins og sumir kalla það, stendur ávallt fyrir sínu enda frábær blanda af sætindum og brauðmeti.

Hálfheimagert kryddbrauð

  • 1 pakki af Toro krydderkake
  • 1 egg
  • ½ dl olía eða 100 g bráðið smjör/smjörlíki
  • 2 dl vatn

Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 170 C° blástur
  2. Setjið innihald pakkans í skál
  3. Blandið svo eggjum, vatni og olíu eða smjöri út í
  4. Hrærið vel
  5. Bakið í 35 mínútur
  6. Þar sem ofnar eru afar mismunandi mæli ég með að stinga prjóni í mitt brauðið áður en það er tekið út úr ofninum, til að vera viss um að það sé bakað í gegn.
María Gomez
María Gomez
María Gomez
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert